no
Kitaplar
Óþekktur

Flóamanna saga

Flóamanna saga er talin rituð um 1300 en hún hefur varðveist í tveimur útgáfum sem eru heldur frábrugðnar hvor frá annarri. Sögusviðið hennar er Gaulverjabær á Suðurlandi en einnig teygir hún sig til Noregs, Bretlands og Grænlands.
Verkið fjallar um Þorgils Örrabeinsstjúp, nokkuð dæmigerða íslenska hetju sem tekur upp kristni og uppsker í kjölfarið reiði þrumuguðsins Þórs. Auk hans koma við sögu þekktar persónur eins og Ingólfur Arnarson, fóstbróður hans Leifur, Eiríkur rauði og Ásgrímur Elliða-Grímsson. Verkið er vel uppbyggt og þykir frásögnin frá dvölinni á Grænlandi áhrifamikil og nokkuð raunsönn.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
79 yazdırılmış sayfalar
Orijinal yayın
2020
Yayınlanma yılı
2020
Yayımcı
Saga Egmont
Bunu zaten okudunuz mu? Bunun hakkında ne düşünüyorsunuz?
👍👎
fb2epub
Dosyalarınızı sürükleyin ve bırakın (bir kerede en fazla 5 tane)